Beint í bílinn á sviði í Háskólabíó

Upptaka til sölu - Kostar skittnar 1990 kr.-
Háskólabíó var þéttsetið þegar 5 ára afmælissýning Beint í bílinn fór fram þann 5. apríl 2025.
Ef þú misstir af þessari þvælu eða langar einfaldlega að upplifa hana aftur þá er hér hægt að kaupa aðgengi að sýningunni gegn vægu gjaldi.
Eftir að kaupferli lýkur er hægt að horfa á upptökuna á https://beintibilinn.is/streymi/
Ef þú keyptir beint streymi af viðburðinum þá ert þú nú þegar með aðgang að sýningunni og getur einnig horft á sýninguna á https://beintibilinn.is/streymi/
Tæknileg aðstoð
Á kvöldi sem þessu þá höfum við því miður mjög takmarkaðan tíma til að sinna tæknilegum vandamálum sem gætu komið upp við kaup á streyminu hér á Beintibilinn.is. En hér fyrir neðan listum við upp það helsta sem okkur dettur í hug að geti klikkað en er þó auðvelt að laga.
Vandamál sem gætu komið upp
#1 Ég get ekki keypt því emailið mitt er nú þegar á skrá. – Ef þú manst lykilorðið þitt þá er best að skrá sig inn í gegn um „Mitt svæði“ og ganga svo frá kaupunum. Ef það virkar ekki þá er líka hægt að nota bara eitthvað annað email.
#2 Ég man ekki passwordið mitt og ég fæ ekki hlekk til að endurstilla það – Tékkaðu Spam möppuna. Ef það gengur ekki prófaðu að skrá annað email við kaup.
#3 Streymið hökktir hjá mér – Við erum með 2x mismunandi spilara virka á síðunni okkar sem eru hýstir í sitthvoru gagnaverinu hér á Íslandi. Ef streymi hökktir í þeim báðum þá er að öllum líkindum netið þín megin sem er að klikka.
#4 Þetta fór allt í steik hjá mér og ég náði ekki að horfa – Við að sjálfsögðu endurgreiðum þér kaupin gegn því að þú sendir okkur póst á askrift@beintibilinn.is, segir okkur hvað fór úrskeiðis og við getum sannreynt það.
Ef það eru einhverjar spurningar sem tengjast streyminu í gegnum myndlykla þá bendum við á þjónustuver Símans og Vodafone.